Blogg Ormsins
Sverrir
Bloggarar

Skrifa í gestabók

Skoða gestabók

Ef þú vilt senda Orminum skeyti þá er það hægt hér

Eldra blogg

This page is powered by Blogger.

-->

mánudagur, september 30, 2002
Nostalgíublogg dauðans

Ormurinn fékk kast út af neðstu myndinni á
síðu Ljósmyndasafns Reykjavíkurborgar þótt allt sé þetta fyrir tíð undirritaðs. Svona er söguskilningurinn góður.

Kjarval er líka ávallt flottur.

en ek heiti Sverrir 23:18




Klaufabárðarnir

Kristbjörn lætur ekki að sér hæða hvað skemmtilegu sjónvarpsefni viðkemur.

en ek heiti Sverrir 19:51




Hegrinn

Tæknisögugetraun óþekkta bloggarans er freisting sem enginn fæst staðist til lengdar.

Það var víst árið 1925 er fyrirtækið
Kol & Salt, sem Eldeyjar-Hjalti veitti forstöðu, flutti til landsins kranann til að létta uppskipun. Kraninn stóð til 1968 en bloggari leyfir sér að spá því að fyrr eða síðar verði reist eftirlíking af honum, enda alger töffarakrani. Nýja tónlistarhúsið gæti reyndar sett strik í reikninginn.

en ek heiti Sverrir 19:21




Töffarabærinn

Hér rakst Ormurinn á svolítið fyrir landsins besta bloggara. Slóðin lá reyndar frá íslensku bloggi sem bloggandi kemur ekki lengur fyrir sig.

en ek heiti Sverrir 19:04




Töffli

Djöfulsins
töffaraskapur.

en ek heiti Sverrir 14:42




Googleleitarvélin er besta leitarvélin

Það leynist sannleikskorn í fullyrðingunni ef marka má niðurstöðu
þessarar leitar.

Teljararnir vinna sitt starf.

en ek heiti Sverrir 13:12




Goggunarröð Ormsins

Eins og glöggir lesendur bloggsins hafa vafalaust tekið eftir hafa verið hræringar undanfarna daga varðandi uppröðun í dálknum „Bloggarar“. Það er nú víst svo að suma þekkir Ormurinn betur en aðra og einnig blogga sumir meira en aðrir. Kunningsskapur og bloggdugur telst mönnum svo aftur til tekna við röðunina á listann.

Það er freistandi að taka
Oddinn inn í dálkinn ásamt Helga Hrafni en sá fyrrnefndi hefur Orminum þótt fullbrokkgengur í blogginu til þessa. Annar bloggari, píanóleikarinn Sigurjón, náði að bjarga sæti sínu fyrir horn með bloggfærslum í vikunni. Bloggandi leyfir sér samt að blása á þessi rök um mögulug leiðindi. Þau eru ekki til hjá manninum.

Annars er sessinn trúlega heitastur undir þeim heiðurshjónum Ingó og Fjólu nú um stundir. Það er víst ekki nóg að vera kominn með netið heima hjá sér og íslensku stafina í lag þegar bloggið vantar.

Bloggin útlendu eru jú þau sem Frónbúa finnst skemmtilegast að skoða.


en ek heiti Sverrir 08:27




Gestir eru heim komnir

Ormurinn biður
Svenna, Ívar og Ástu öll hjartanlega velkomin heim frá Danmörku.

Þegar eru farnir að myndast vísar að ferðabloggum.

en ek heiti Sverrir 05:46




sunnudagur, september 29, 2002
Amma rokkar

Hún amma bræðranna á Lynghaga, Katrín Sverrisdóttir, er sko engin venjuleg amma. Hún er amma sem fylgist með.

Til þess að „fylgjast með“ þrælar hún sér í gegnum DV-kálfinn Fókus og finnst hann mjög misskemmtilegur (en hefur oft lúmskt gaman að). Þegar barnabarnið mætti í matarboð áðan spurði hún hann hvaðan orðið blogg væri komið. Hún hafði þá lesið viðtalið við ónefndan bloggara í blaðinu um lífið og bloggið og vantaði bara upp á að þekkja til orðsifjanna.

Þegar hún var búin að meðtaka skýringuna þá var það eina sem hún hafði við að bæta að barnabörnin skyldu sleppa því að mæta í hermannafötum í heimsókn. Amman hafði nefnilega séð tískuþátt í blaðinu með hermannafötum en er mjög á móti slíku brambolti.

Því eru bræðurnir hjartanlega sammála.

en ek heiti Sverrir 22:12




Enginn er spámaður í sínu föðurlandi

Það sannast best hjá
þessum athugula bloggara. Hann á samúð Ormsins óskipta.

en ek heiti Sverrir 17:11




Gamla góða gráa Nintendo

Allir muna eftir gráu 8 bita
Nintendo tölvunum.  Færri muna þó trúlega eftir leiknum Castlevania II:  Simon´s Quest. Bróðir bloggara náði í hann af netinu í vikunni (ásamt NES-hermi) og hafa bræðurnir rifjað upp gamla takta um helgina.

Eins og góðum tölvuleik sæmir er tónlistin framúrskarandi (alls ekki síðri en t.d. í Zelda).

en ek heiti Sverrir 16:57




Spurning um að blogga yfir sig?

Af og til fer fram samning spurninga á heimili bloggara (s.s. í dag). Meinleg villa af nýrra taginu hafði þó slæðst inn í eina spurninguna áðan:

„Hvert er eina bloggið af gullintoppuætt sem vex á Íslandi?“

Það virðist vera hægt að blogga yfir sig.

en ek heiti Sverrir 04:45




Að lokinni teiti

Svo var kveðið:

„Þing bauð út enn ungi
eggrjóðandi þjóðum, ... “

Ormurinn þakkar fyrir sig.

en ek heiti Sverrir 04:44




laugardagur, september 28, 2002
Nýyrðasmíð

Frank Cassata er duglegur við nýyrðasmíðina.

en ek heiti Sverrir 20:52




Matarþurrð

Það er matarþurrð á Lynghaga. Meira að segja Royal skyndibúðingur af ásættanlegri gerð er ekki til (aðeins vanillubúðingur). Heimilismenn vilja ekki pasta og ekki eru menn spenntir fyrir því að kaupa borgara í 10-11 eftir pitsuát dagsins. Krónubrauðinu var hent áðan enda komið vel fram yfir síðasta söludag.

Í ráðleysi sínu áðan heyrðist annar bróðirinn segja: „Ég nenni ekki að hafa popp í matinn“ (þegar hann rak augun í örbylgjupoppsbirgðir heimilisins).

Svona er nú komið fyrir búskapnum þar sem tveir unglingar eru í heimili.

en ek heiti Sverrir 20:33




Teiti framundan

Ormurinn er að verða klár í slaginn á eftir að
Jarlaskáldinu á Flughlöðum. Ekki er Ormurinn viss um að þekkja marga í persónu en eitthvað kannast hann þó við afrek sumra á bloggakrinum.

Þetta verður spennó.

en ek heiti Sverrir 19:27




Bloggari í góðum málum

Ekki verður annað séð en að markaðsátak
Stefáns hafi heppnast vel. Samfylkingarlíkingin var hreint stórkostleg.

Ormurinn varð reyndar vitni að því áðan þegar Stefán missti af viðtali þar sem hann hafði ekki tileinkað sér rétt tæknikerfi.

Kaldhæðnislegt.

en ek heiti Sverrir 19:06




Bloggarinn óðamála

Það hefur runnið upp fyrir Orminum að hann getur orðið nokkuð óðamála í bloggheimum, sérstaklega um helgar. Best að reyna að passa sig í þetta sinn.

en ek heiti Sverrir 14:33




Fasti popppunkturinn bloggara

Doktorinn er kominn til landsins.

en ek heiti Sverrir 10:39




föstudagur, september 27, 2002
Ný spor

Síðan
Railway Technology - Industry Project er magnaðasta síða um lestarsamgöngur sem Ormurinn hefur komist í tæri við.

Þar má m.a. sjá að fyrirhugað er að nota þýskar lestir í nýju neti háhraðalesta í Kaliforníu (en þeir BNA-menn öfundast mjög út í Japani vegna kerfisins þeirra). Svo er alltaf gaman að sjá hvaða borgir eru að endurnýja eða að koma sér upp neðanjarðarlestakerfi.

Sannkallað Gósen áhugamanna um verklegar framkvæmdir og samgöngubætur.

en ek heiti Sverrir 23:56




Poppsagnfræðin

Læðan rifjar upp fyrir blogglesendum nafn apans hans Michael Jacksons. Bubble var það, heillin!

en ek heiti Sverrir 20:15




Vísindi dverga

Dvergurinn teiti hefur tekið bloggtölfræðina upp á arma sína. Ætli það sé vísindaferð hjá honum í kvöld sem endranær?

en ek heiti Sverrir 20:04




Skemmtileg mynd

Þessi mynd af ónefndum bloggara er allskemmtileg.

en ek heiti Sverrir 19:33




Dularfulli leiðbeinandinn

Hver ætli sé
leiðbeinandinn dularfulli?

en ek heiti Sverrir 19:30




Glöggur forseti

Það finnast fáir athugulli en
forsetinn.

en ek heiti Sverrir 19:27




Íþróttagarpar?

Það eru greinilega
fleiri öflugir í íþróttahreyfingunni en ÍR-ruslakarlarnir.

en ek heiti Sverrir 19:25




Helgin

Jæja, ólíkt síðustu helgi verður trúlega haldið í teiti um þessa.
Jarlaskáldið er svo sniðugt að eiga 25 ára afmæli og Ormurinn sér sitt óvænna að líta þar við. Ætli afganginum af helginni verði ekki eytt í rólegheitum með bók í hönd eða í tölvunni (og kannski gónt á myndband eða eitthvað rólegt).

en ek heiti Sverrir 18:19




Uppgötvun í strætó

Ormurinn gerði stórmerkilega uppgötvun í strætó í morgun. Þegar hann leit af rælni upp í loftið á vagni á leið 110 sá hann þar ljóð.

Ljóðið reyndist vera „Strætisvagnar Reykjavíkur R 1900 e. Krist“ eftir Jónas Svafár. Ljóðið er 13 erindi, eitt um hverja strætóleið (allt upp í leið þrettán!). Mjög skemmtilegt ljóð sem bíður birtingar síðar. Sko strætó!

Þess má svo geta að Jónas Svafár bjó í um eitt ár í kjallaranum fyrir neðan okkur í kringum 1995. Það var sérstakt.



en ek heiti Sverrir 13:19




fimmtudagur, september 26, 2002
Spurningakeppnin

Undirbúningur er hafinn. Sumir skólar hafa greinilega efni á að senda aðeins
tvo keppendur til leiks.

en ek heiti Sverrir 23:04




Allt um blogg

Annáll.is.

en ek heiti Sverrir 22:47




Ótrúlega bloggið

Þórdís Uppsalabloggari er enn einu sinni með
skemmtilega frásögn í dag.

Ekki veit Ormurinn hvort að þetta sé satt „en sagan er góð engu að síður“.

en ek heiti Sverrir 22:12




Bloggtölfræði II

Íslenskt á kantinum í 6 af síðustu 15 skiptum.

en ek heiti Sverrir 20:49




Verkefni kvöldsins

Fyrst er að semja spurningar. Svo skal Ormur semja handrit að næstu stjörnufræðitímum (hann hefur ekki reynst nógu skipulagður í síðustu tímum).

Það má þó alltaf leita huggunar í Sprø Mix pokanum sem litli bróðir keypti. Einnig krefst málfræðiæfingin á morgun þess að kennari merki inn á eigið landakort á töflu (æfingin „Hvað heita íbúar þessara staða?“).

Nemendur munu ekkert botna í taumlausri gleði Orms.

en ek heiti Sverrir 20:26




Fremstur í bloggheimum?

Stefán er metnaðarfullur í dag.

en ek heiti Sverrir 17:33




Listafróðleikur

Það er víst móðins að birta lista á blogginu. Því er best að svara spurningu sem brunnið hefur á vörum lesenda.

Eftirlætisharðindavetur Ormsins eru:

1. Lurkur
2. Óöld í heiðni
3. Langijökull

en ek heiti Sverrir 15:54




Körfuboltakappar blogga

Undirritaður sá
þetta á kantinum á blogger. Undir hlekknum „eldgamalt rusl“ má sjá allgildishlaðinn texta. Lítið á!

Gildismat og sleggjudómar ÍR-manna slá allt út.

en ek heiti Sverrir 11:04




Virðing

Einn nemendanna er farinn að heilsa Orminum með „respect“. Það gleður hjarta kennarans unga.

„Virðing!“

en ek heiti Sverrir 11:00




Íslenskir fiskar

Bróðir bloggara uppfræddi hann áðan um fiskana Grænlandsnagg, pólþorsk og pólskötu.

Magnaðir þessir fiskar.

en ek heiti Sverrir 00:07




miðvikudagur, september 25, 2002
Svaðaleg viðurnefni

Þórdís uppfræðir blogglesendur um hrikalegt viðurnefni á bloggi sínu. Ormurinn er orðlaus.

en ek heiti Sverrir 20:57




Enn af götunöfnum

Ormurinn komst að því áðan að á Djúpavogi er til gata sem heitir Hammersminni.

Jamm, það er margt skrýtið í kýrhausnum.

en ek heiti Sverrir 20:22




Svartholið

Ormurinn er svolítið tregur að vera núna að komast til botns í ætt
Svartholsbloggara. Nú er allt málið ljóst. Þetta er farið að minna á ótiltekna klausu í Íslandsmetabók Arnar og Örlygs.

en ek heiti Sverrir 20:03




Sáttaboð

Það er gott að sjá
þessa færslu hjá Tomma.

en ek heiti Sverrir 19:59




Skondið símtal

Maður hringdi í Orm frá
PricewaterhouseCoopers og bað hann taka þátt í skoðanakönnun. Sagði maðurinn spurningaflóðið ekki vara lengur en 5 mínútur (sem stóðst).

Það kom á daginn að þetta var önnur könnunin um símafyrirtæki sem undirritaður lendir í á einum mánuði. Núna var það reyndar heimilissímaþjónusta en í fyrra sinnið farsímaþjónusta (hvílík fjölbreytni!). Bjánalegasta spurningin var þó ein sú albjánalegasta sem bloggandinn hefur heyrt (og athugið að hann kennir rúmlega 100% kennslu). Hljóðaði hún svo:

„Ef að Landsíminn væri persóna, hvernig myndir þú lýsa honum?“

Ormurinn var ekki seinn að rifja upp gamla takta og passa á þessa.

en ek heiti Sverrir 19:55




Helgi blogger

Einn fastagesta á heimili bloggara á laugardögum,
Helgi Hrafn Guðmundsson, liðstjóri GB liðs MR, er farinn að blogga og bloggar af krafti. Ormurinn býður Helga velkominn á bloggakurinn.

en ek heiti Sverrir 16:35




Hamingjuóskir

Ormurinn óskar
Kettinum kærlega til hamingju með nýja útlitið. Græna útlitið var e.t.v. full módern.

Tungan og þjóðernið lifi!

en ek heiti Sverrir 12:39




Reiði kennarinn

Ormurinn nötrar af reiði eftir rifrildi við nemanda. Það er samt fróm ósk kennarans (sem hann nefndi eftir rifrildið) að þetta rifrildi væri best komið gleymt og grafið.

Til þess að róa sig niður fór undirritaður á bókasafnið og tók þar fram Lifandi vísindi. Þar voru óraunhæfar hugmyndir um neðanjarðarlestakerfi Evrópu og geimorkuver (sem er á leiðinni eftir 40 ár) ásamt frábærri grein um fund borgarinnar Herakleion undan ströndum Egyptalands. Undir lok blaðsins rifjaðist þó upp hvers vegna blogganda er í nöp við blaðið. Ein greinin var nefnilega um „vísindalega“ skýrðan ljósagang í dal í Noregi. Þar eru geimverur á ferð. Q.E.D.

Það sauð á Orminum eftir að hafa séð greinina og hypjaði hann sig snarlega út til þess að geta fengið útrás í bloggheimum.

en ek heiti Sverrir 12:30




þriðjudagur, september 24, 2002
Naflaskoðun

Kennsluhættir Ormsins eru í naflaskoðun. Hún er ágæt svona til hátíðabrigða.

en ek heiti Sverrir 22:06




Af er höndin bloggarans

Ormurinn reyndi að aðstoða bloggara í tölvunauð í gær (forsetinn taki þetta ekki til sín). Það leiddi aðeins ógæfu yfir undirritaðan í formi frekari beiðna (og heimtufrekju), þrátt fyrir uppsett skilyrði fyrir frekari hjálp.

Þetta var greinilega unnið fyrir gýg.

en ek heiti Sverrir 22:04




Nánast stjörnufræðiblogg

Það var eitt sem Ormurinn gleymdi að minnast á varðandi
nördynjuna í gær. Hún er örugglega með flottustu inngöngusíðuna í bloggheimum. Sjáið myndina!

Ormurinn sá kvikmyndina góðu í vor. Þvílík snilld sem skemmtiatriði nördanna var (a la Kraftwerk).

en ek heiti Sverrir 20:37




Fylliraftarnir

Stúdentarnir hefja blogg sitt á sögu af hrakfallabálki í kennaraliði . Sá maður er greinilega ekki í miklu áliti.

Undirrituðum þykir nokkuð góð setning þeirra þar sem segir: „Ekki það að nokkur sála muni ever lesa stakt orð á þessari síðu (under-statement),...“ (Bloggmann, A.E. 23.9.2002).

en ek heiti Sverrir 17:33




Dansinn dunar

Í Rimaskóla hljómar hið arfavonda lag Skólarapp („Rapp, skólarapp!“). Múhaha! Þarna opnaði Ormurinn fyrir braut í heila lesenda sem flestir voru búnir að gleyma að væri til. Þegar Ormurinn er illa fyrir kallaður er best að draga viðhlæjendurna niður í svaðið líka.

en ek heiti Sverrir 16:43




Fundir

Líkt og
yfirboðarinn er Ormurinn ekki haldinn mikilli fundagleði. Hann er jafnframt ekki trúaður á það að þol myndist jafnört við fundum eins og öllum öðrum andskotanum. Jafnvel gæti það minnkað í ákveðnum tilfellum með auknum fjölda funda.

Undirritaður er þó ekki sjálfboðaliði í að prófa þá kenningu. Það mega aðrir reyna.

en ek heiti Sverrir 16:32




Tölfræði íslenskra blogga

Eftir að Ormurinn tók að fylgjast með kantinum á Blogger.com þá hefur hann í fjögur skipti af sjö séð þar blogg með íslenskri fyrirsögn. Vill undirritaður taka fram að hér er ekki um „selective memory“ að ræða heldur vísindalega úttekt.

Íslenskir eru greinilega jafnmanískir í þessu sem öðru.

en ek heiti Sverrir 13:21




Agamálin

Hluti af því að halda uppi aga í kennslustofunni er að nemendur sýni hver öðrum og kennaranum kurteisi. Hluti af því er að nefna kennarann réttu nafni.

Hluti af ástæðunni fyrir þessi bloggi er beiskja Ormsins út í ákveðinn sjónvarpsmann á PoppTíví.

en ek heiti Sverrir 11:56




mánudagur, september 23, 2002
Skemmd vara

Orminum fannst lyktin súr úr ísskápnum á Lynghaga. Möguleg skýring gæti verið Húsavíkurjógúrtferna með pökkunardaginn 25. júlí og 25. ágúst sem síðasta neysludag. Hún mun gista Álfsnesið bráðlega.

Eini maðurinn sem orðið hefur fyrir barðinu á skemmdum matvælum í húsakynnum ormsins er þó trúlega
KR-ingurinn. Því fylgdi reyndar sannfærandi útskýring.

en ek heiti Sverrir 21:20




Kennari í svörtu

Ormurinn bölvar reglulega krítinni á vinnustað sínum austur í bæ.

Kannski ekki svo skrýtið þar sem nemendur hafa ítrekað spurt undirritaðan hvort hann sé í
ótiltekinni hljómsveit.

en ek heiti Sverrir 20:20




Leiðindaseggur

Ætli yfirmaður Ormsins sé fúll yfir að hafa fengið pillu frá annáluðum bloggara?

en ek heiti Sverrir 19:38




Ormurinn fyrstur með fréttirnar

Er Ormurinn skráði sig inn á blogspottið áðan var þar vinstra megin nýtt blogg nefnt til sögunnar,
Nemar í fylleríi við HÍ. Jamm, allt er nú til.

en ek heiti Sverrir 18:44




Árgerð 1982

Það eru greinilega
ýmsir farnir að blogga úr þessum árgangi. Sumir eru þó meiri nördar en aðrir.

en ek heiti Sverrir 06:25




Nýja orðabókin

Gripurinn var keyptur í forsölu (já, eins og miði á tónleika) í gærkveldi í gegnum
þessa slóð. Fokdýr er hún en með aðhaldi á ákveðnum sviðum má réttlæta kaupin (að ekki sé minnst á rökin „bloggari ætlaði að kaupa hana hvort eð var“).

en ek heiti Sverrir 06:02




Nýr bloggari nefndur til sögunnar

er nú ekki stuttorður. Dissi er sjálfhætt ef laganeminn kemur aftur í kórinn.

en ek heiti Sverrir 06:00




sunnudagur, september 22, 2002
Spakmæli

Sjaldan veldur einn þá tveir deila.

en ek heiti Sverrir 19:22




Orkublogg II

Eftir fjölmargar áskoranir hefur Ormurinn ákveðið að blogga orkublogg númer tvö. (Allt í lagi, kannski ekki fjölmargar.)

Bloggari komst nefnilega að því í fyrirlestri á safninu í gær hvaðan Reykvíkingar hafa hitann úr. Um 20% af varmaöflun
Orkuveitunnar fer fram á svæðinu í kringum Vídeóhöllina og Hótel Esju. Ef litið er til orkumagns, þá jafngilda þessar 10 borholur einni Blönduvirkjun eða svo. Ekki nóg með það, heldur er bílastæðið fyrir framan glerhýsið ljóta við gatnamótin styrkt sérstaklega (eins og víðar á svæðinu) til þess að geta þolað nokkur hundruð tonna bor, ef OR dytti í hug að bora þar nýja holu.


en ek heiti Sverrir 10:23




laugardagur, september 21, 2002
Færsla í gestabók

Lesendur mega giska á ættartengsl blogganda og þess sem skrifaði í gestabókina 15. september. Færslan stemmir svo sem alveg við tíðni heimsókna frá vefþjónum með nafn sem endar á co.mz.

Þetta er erfitt líf.

en ek heiti Sverrir 20:19




Vinur í raun

Alltaf gaman þegar vinir bloggara hringja til að athuga hvort Ormurinn dragi ennþá andann.

en ek heiti Sverrir 20:17




Sálfræðinemi bloggar

Gaman að sjá að
Harpa kórgella er farin að blogga að ráði að nýju eftir utanlandsferðina.

en ek heiti Sverrir 18:07




Heimsókn í Minjasafnið

Það kom í ljós að gestirnir voru úr Rótarýklúbb Kópavogs. Að því sem staðgengli safnvarðar skilst, voru þeir hinir kátustu. Ormurinn hefur þannig gengið í gegnum sína eldskírn við að lóðsa hópa einsamall um safnið.

en ek heiti Sverrir 17:37




Fótboltablogg

H******* KR.

en ek heiti Sverrir 17:34




Myndbönd mánaðarins

Myndbönd mánaðarins sem Ormurinn hefur valið úr myndbandasafni bræðranna eru kynningarmyndband Quarashi af Jinxdisknum, Straight Outta Compton með N.W.A. (rapp af gamla skólanum) og Once in a Lifetime með Talking Heads.

Tvö af þremur frá níunda áratugnum, greinilega smánostalgíubragur yfir þessu vali bloggara.

en ek heiti Sverrir 12:32




Safngæsla í dag

Í dag eru
Kiwanis-, Lions- eða Rotarymenn væntanlegir á Rafminjasafnið. Þar sem yfirboðarinn er á leiðinni norður að sjá fótboltaleik eru allir sótraftar á sjó dregnir.

en ek heiti Sverrir 11:27




Kennarafagnaður

Það var kennarafagnaður í gærkvöldi sem fólst m.a. í fordrykkju í Grafarvoginum, áti á Amigos og smádrykkju á Vídalín (af hverju þar?).

Væntanlega hefði margur nemandinn gefið eitthvað fyrir að vera fluga á vegg.

en ek heiti Sverrir 11:03




Svíablogg

Ekki bara einhver örnefni eða alþýðuskýringar, heldur svo miklu, miklu
meira.

en ek heiti Sverrir 10:49




föstudagur, september 20, 2002
Sitt er hvað, heimur og netheimur

Áðan hitti bloggari mann á förnum vegi, sem bað Orminn bera kennsl á sig. Þar sem undirritaður er maður ómannglöggur, þá gat hann það ekki. Það var e.t.v. ekki svo skrýtið því samskiptin við þennan mann hafa aðeins verið í netheimum.

Þarna var nefnilega á ferðinni
Svartholsbloggari.

en ek heiti Sverrir 14:50




Kveðskapur forn

Þegar kvikindin leggja saman krafta sína,
Kötturinn og Ormurinn, eru þau ekki árennileg. Gildir það um kveðskap sem fleira.

en ek heiti Sverrir 14:45




Niður með nauðhyggjuna

Ágætt að sjá Sverri Jakobsson berja á nauðhyggjumönnum allra landa í
grein á Múrnum í dag.

en ek heiti Sverrir 13:25




Beðið eftir guðinum

Bloggendur bíða enn eftir því að
smíðaguðinn gefi sér tíma frá smiðjunni og skakklappist til þess að blogga. Hann hefur þó smáafsökun, þar sem nú um stundir sækja hann heim Faraó, Vargurinn, Skottan, Einhver annar og svo einhverjir fleiri.

Ingó! Oft var bloggs þörf en nú er nauðsyn.

en ek heiti Sverrir 13:15




Hann tók í höndina´ á mér

Bróðir Ormsins gortaði af því við bloggara í morgun að hafa hitt þjóðsagnapersónu eftir busaball MR í gær. Var sjálfur Lalli Johns mættur á svæðið og eftir að hafa haft í frammi almenna háreysti náði bróðirinn af honum tali. Hljóðið í honum var eitthvað misjafnt en það kom þó á daginn að maðurinn er ekki lengur óstaðsettur í hús.

Það er þó góðs viti.

en ek heiti Sverrir 08:50




fimmtudagur, september 19, 2002
Útvarp Ungverjaland

Eggert fræðir Frónbúann á bloggi sínu. Þetta er dugnaður. Orminum hefur á hinn bóginn ekki orðið jafn-mikið úr verki og hann ætlaði. Enn er fimm atriðum ólokið (þó er ekki kominn háttatími).

Af bloggafrakstri dagsins að dæma má ætla að öfugt samband sé á milli fjölda blogga og almennra afkasta en það er önnur saga.

en ek heiti Sverrir 21:42




Smáathugasemd

Athugasemdakerfið er komið í lag (sjö, níu, þrettán). Nóg var að fella út www. fyrir framan haloscan.com í kóðanum á tveimur stöðum.

en ek heiti Sverrir 19:29




Svarthol

Tvær gerðir af svartholum hafa fundist nýlega. Önnur í miðjum kúluþyrpinga en hin í bloggheimum.

en ek heiti Sverrir 16:56




Snilli

Djöfulsins snilld væri að vera með póstfang
hérna.

en ek heiti Sverrir 15:41




Máltakið

Launa skaltu hlekk með hlekk en gjalda blogg við bloggi.

en ek heiti Sverrir 15:37




Rétt og rangt

Farsinn heldur áfram á
umræðuvef Framtíðarinnar.

en ek heiti Sverrir 12:38




Forsetinn leiðréttur

Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar kemst Ormurinn ekki undan því að leiðrétta
forseta Ísalands. Ritgerðin góða fjallaði um Skeiðarárhlaup og Grímsvatnagos.

en ek heiti Sverrir 12:23




Dugnaður í Orminum

Í dag ætlar Ormurinn að vera duglegur. Það þýðir að tíu atriða listinn sem hann hefur í fórum sínum verður að vera kominn niður í tveggja atriða lista fyrir nóttina.

Svona yfirlýsing verður víst seint talin ávísun á mikið blogg.

en ek heiti Sverrir 12:20




Athugasemdakerfi Ormsbloggsins

Athugasemdakerfið er ekki í lagi hjá HaloScan og því er það tekið út þangað til Ormur sér það virka almennilega annars staðar.

en ek heiti Sverrir 12:14




Geimfarafrétt

Búið var að leiðrétta geimfarafréttina í Morgunblaðinu í morgun.

en ek heiti Sverrir 08:11




miðvikudagur, september 18, 2002
Hrokafulli kennarinn

Ormurinn staðhæfði blákalt við nemanda í tíma að tónlist Britney Spears og Backstreet Boys væri rusl. Hefur hann nett samviskubit yfir því en nemandi brást við af rósemi og spurði að bragði „hvort hann hlustaði þá bara á óperur“? Jú, eitthvað hafði kennari gert af því. Það sem fékkst upp úr honum til viðbótar var að útvarpsstöðvarnar sem hann hlustaði á væru einkum Rás 1 og
Múzik.is (ætli nemendur séu ekki enn að melta þá tvennu) og að hljómsveitin Radiohead væri í nokkru uppáhaldi. Áður hafði hann reyndar montað sig af Quarashitónleikunum.

Þremur mínútum eftir að þessi umræða hófst lauk henni með því að stærðfræðikennsla hófst að nýju.

en ek heiti Sverrir 22:54




Áhugaverðar pælingar varðandi Gísla sögu

Nemendur blogganda fóru að velta fyrir sér samhengi hlutanna í bókmenntatíma í morgun. Upphófust vangavelturnar á því að einn þeirra fór að velta fyrir sér hvort skrásetjari hefði fylgt sögupersónunum eftir hvert fótmál. Alls ekki óskynsamlegt í ljósi þess hve samtölin eru ýtarlega skráð (!).

Kennarinn ákvað nú að drekkja nemendum ekki í kenningum Theodore Andersons eða Óskars Halldórssonar um uppruna sagnanna við þetta gullna tækifæri. Lét hann þó ummælt að samtölin og ýmis smáatriði (a.m.k.) væru skálduð þótt helstu drættir sögu gætu varðveist í samfélagi þar sem lögin væru í munnlegri geymd.

Ormurinn getur reyndar ekki stillt sig um að lesa kveðskap sögunnar fyrir nemendurna með tilþrifum (já, hann getur verið fasistakennari). Á hann þó sjálfur í miklu basli með að taka saman og skýra vísurnar (og hvað þá 10. bekkingarnir). Upplestur kvæðanna var þó réttlættur snarlega í morgunsárið með því að skella þeirri alþýðlegustu upp á töflu, „Þat mælti mín móðir“, ásamt meðfylgjandi pælingum um skáldskap hér að fornu.

Skyldu nemendurnir vita af því hve mikið gaman kennari hefur af því að kenna Gísla?

en ek heiti Sverrir 22:21




Popparar í geimnum

Ormurinn er að hugsa um að veita þeim lesanda ekki bókarverðlaun, sem finnur villuna í annarri línu í meginmáli
þessarar fréttar. Það yrði hallærislegt ef þessi birtist óbreytt í blaðinu í morgunsárið (þó bloggari stæðist ekki mátið og sendi þeim Morgunblaðsmönnum ábendingu um nónbil).

en ek heiti Sverrir 21:42




Hafinn frá heimsósóma

Bloggari rakst á heldur
óhefðbundna herferð gegn reykingum á vafri sínu.

en ek heiti Sverrir 13:42




Hugleiðing XIV

Er blogg Ormsins að umhverfast í blogg retórísku spurninganna?

en ek heiti Sverrir 13:27




Kenning um uppruna bloggnafngiftar

Þar sem vitað er að heiti Ormsins er sótt í nafn söluturnsins Orms ráðgjafa, snúast vangaveltur um uppruna nafnsins um það hvaðan heiti turnsins sé ættað. Hjalti Snær, annar útvarpsþulanna á
Útvarpi felgulykli, hefur komið fram með þá kenningu að sjoppan heiti eftir hinum illa útsendara Sarúmans, Grími ormstungu (Gríma Wormtongue), í Hringadróttinssögu Tolkiens.

Sá gefur slyngum ráðgjöfum Dilbertbókanna ekki þumlung eftir.

en ek heiti Sverrir 00:24




Afmælisfagnaður

Jóhannes A. Kristinsson átti afmæli í dag og var haldin undrunarteiti á Lynghaganum (og afmælisbarninu óvænt „rænt“ úr vinnunni). Margt var þar góðra gesta en fulltrúar bloggheima voru þeir
Sindri, Svenni, Jonni, Mundi og Ísleifur (sem sá um brandarana).

Bloggari bakaði eggjalausa súkkulaðiköku eftir sinni margreyndu uppskrift en ónefndur gestur gerðist svo djarfur að mæta með risaskúffuköku til að vekja upp minnimáttarkennd hjá Orminum. Var það þó huggun harmi gegn að kakan reyndist vera kanilkaka (mjög bragðgóð) og varð þá bloggara um sel.

Það hæfir vel þar sem einn gestanna, Hlín Finnsdóttir, fann heimildir um selskinn í Sjávarháttum Lúðvíks í bókaskápnum.



en ek heiti Sverrir 00:04




þriðjudagur, september 17, 2002
Bauninn

Ingó bloggar að nýju úr ríki Dana. Það eru góð tíðindi

en ek heiti Sverrir 18:42




Kanslarinn

Gott að fá þær
fregnir að sá gæðastaður sé ennþá við lýði. Hvar er að finna stað sem sameinar það að vera bæði pitsustaður og vídeóleiga? Ormurinn býr yfir fróðleik um tilurð staðarins en það er ekki víst að allir átti sig á því hvaða fyrirtæki hefur mulið grimmt undir staðinn í bókstaflegri merkingu (meltið þetta!).

Já, ef Kvíslaveitan hefði ekki komið til.

en ek heiti Sverrir 18:35




Klassíkst rifrildi

Bloggari varð vitni að klassísku rifrildi áðan. Um hvað var deilt? Jú, um merkingu orðalagsins „helmingi meira en e-ð“. Ormurinn gekk af allri bókstafstrú er hann lenti í hálftímakarpi um þetta í lest á leið í skemmtigarðinn
Port Aventura fyrir utan Barcelona. Það var ekki skemmtilegt.


en ek heiti Sverrir 16:43




Hver byrjaði

Trausti MR-ingur átelur bloggara úr svartholi sínu fyrir stuld á hafíss/skafíss frasanum frá Lárusi félaga hans. Það er svo sem möguleiki að vinurinn hafi verið að keppa í ræðukeppni barnaskóla þegar ræðumógúllinn Stefán var upp á sitt besta (en sá fékk frasann frá öðrum ræðumanni að því er heimildir Ormsins herma).

Bloggandi lætur sér þó vel lynda einkunnina sem fylgir nafni hans.

en ek heiti Sverrir 16:26




Pitsuæðið íslenska

Pitsan er orðin sannkallaður þjóðarréttur Íslendinga ef marka má fjölda staða og sölumet Dominoskeðjunnar. Maður nokkur hélt því staðfastlega fram við Orminn í morgun að þessu æði hefðu kúabændur komið í kring til þess að selja meira af osti en það selur bloggari ekki dýrara en hann keypti.

en ek heiti Sverrir 16:19




Karp um keisarans skegg

Nú hefur Ormurinn fylgst með tveimur deilum um útnefningar aumingjabloggaratitils á milli
Sjonna og Gísla (hér er best að undirritaður gæti sín) annars vegar og Eggerts og Sindra hins vegar.

Ekki reyndust þessar deilur frjóar en á hinu áttaði Ormurinn sig á að þær voru tilefni allnokkurra blogga (jafnvel hjá Kettinum sem fann sig knúinn til að kveða upp Salomonsdóm um nafnbótina). Þeim Sjonna og Gísla veitir enda ekkert af sökum stopulla blogga en ásakanir um bloggleti tóku að ganga á víxl eftir þrjá daga (!!) hjá þeim Eggerti og Dvergnum.

Þetta reif er hugsað sem inngangur að vangaveltum um fánýtt karp Ormsins og Kattarins við Óla Njál um getu manna í spurningaleik á árum áður (þar sem Ormurinn túlkaði orðalag bloggara afar þröngt). Enn fleiri tilefni blogga þar.

Hatrammasta deilan sem hér verður minnst á hefur þó risið milli Sverris Jakobssonar og Tómasar Hafliðasonar. Þar eru menn heitir. Játar bloggandi vanþekkingu sína á deiluefni og prísar sig sælan fyrir meðfylgjandi skort á afstöðu. Er það þó skondið að fylgjast með bloggum þegar ýmis kurl eru komin til grafar varðandi inngrip Munda og Viðars, vina blogganda, í það hnútukast. Virðist þar misskilningur á ferð (og liggur við farsa í kjölfarið) en allténd varð mistúlkunin undirrót enn fleiri færslna.

Þannig gerast jú kaupin á eyrinni (stolið til hátíðarbrigða frá MP) og bætist hér enn eitt blogg við í bloggsarpinn stóra.



en ek heiti Sverrir 00:10




mánudagur, september 16, 2002
Litakassinn

Ormurinn er búinn að koma auga á nýjan litakóða sem gengur aftur á flugvöllum. Í strætóferð áðan sá hann hvar hvítar og rauðar plötur skiptust á utan á málmtanki á Reykjavíkurflugvelli, rétt eins og á vatnstankinum stóra í herstöðinni suður með sjó (já, þarna stendur ekki varnarstöð). Svo eru það rakarastofulitirnir, blár, hvítur og rauður, sem eru á undanhaldi vegna allra
nýtískuhárgreiðslustofanna. Ætli það fari svo ekki best á því að ljúka þessari stuttu hugleiðingu með því að rifja upp Sigvaldalitina Sigvalda Thordarsonar: bláan, hvítan og gulan.

Hversu vinsæll þarf arkitekt að vera til þess að eignast sinn eigin litakóða?


en ek heiti Sverrir 16:19




Geðsjúklingar í útlöndum

Af bloggum Íslendinga erlendis að dæma eru talsverðar líkur á því að lenda í íbúð fyrir neðan brjálæðinga. Að minnsta kosti hafa bæði
Kötturinn og Madjaraskelmirinn orðið fyrir búsifjum vegna slíkra.

en ek heiti Sverrir 16:02




Frái kennarinn

Undirritaður þurfti að sýna enn nýja hlið á sér í tíma í dag. Stofan, þar sem hann kennir, er á jarðhæð og er þar oft loftlaust. Voru því báðir gluggarnir opnir upp á gátt í morgun. Ormurinn var sem endranær við skyldustörf á ellefta tímanum en veit ekki til fyrr en drasl (pappírskúlur og fuglaber) kemur fljúgandi inn um gluggann og hæfir öxl Ormsins (afar laust). Þegar litið er út þá sést hvar strákgemlingur gengur hokinn með fram húsinu (svo hann sjáist ekki) og vinir hans tveir nokkuð á undan.

Þarna misreiknuðu menn sig aðeins og hefðu betur valið ganglatari kennara því við „aðkastið“ hrökk upp úr Orminum að hann þyrfti aðeins að „skreppa“ og þaut hann sem eldibrandur eftir ganginum, upp stigann og út um dyr, þar sem setið var fyrir pörupiltunum. Aðspurðir höfðu þeir ekki gert „þetta“ (þar komst upp um strákinn Tuma) og með þjósti rak kennari drengina inn til skólastjórans. Þannig fór um sjóferð þá.

Eins og við mátti búast stóð yfir skutlukeppni í stofunni þegar Ormurinn sneri aftur.

en ek heiti Sverrir 15:53




Órökrétti kennarinn

Ormurinn hefur ákveðið að kasta af sér ham rökrétta kennarans, til viðbótar við hulsu hins hvetjandi. Ástæðan er sú að of oft hefur kennari fengið að heyra: „Þú settir bara eitt dæmi fyrir heima. Þú sagðir það alla vegna.“ „Bíddu, átti ekki bara að vera eitt dæmi á prófinu.“ (!) Með því að gefa út að kennari sé órökréttur og sjálfur sér ósamkvæmur má alltaf vísa til þess ófrjóum rifrildum (sem hafa tekið a.m.k. 1 kennslustund það sem af er árinu).

en ek heiti Sverrir 13:48




sunnudagur, september 15, 2002
Nökkvi dvergs nökkvurs

„Dverga fley“ er ágætis kenning ef marka má brag
Dvergsins í nýjasta erindi hans á útvarpi Felgulykli.

en ek heiti Sverrir 20:18




MR-ingar blogga

Hér er slóð á MR-ing og hér má finna annan til. Ætli að með þessum hafi ekki alls verið nefndir til sögunnar sjö MR-bloggarar á bloggi Ormsins, fjórir bloggandi nemendur og þrír kennarar.

en ek heiti Sverrir 18:09




Rostungur

Rostungur er kominn í hús.

en ek heiti Sverrir 17:58




Ís eða skafís

Afi og amma bjóða iðulega upp á
Skafís eftir sunnudagsmatinn. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema af því að ömmu greinir á um framreiðsluna við bræðurna og afa. Hún vill bera hann fram í bitum í skál og skafa ísinn ofan í hana með upphitaðri skeið. Karlpeninginn skipa aftur á móti menn kælingar sem vilja hafa Skafísinn í plastboxinu, beint úr frystinum. Málamiðlun hefur þó náðst sem hljóðar upp á að ísinn sé borinn fram í skál þegar gestir eru fleiri en bræður frá Lynghaganum.

Ætli menn kælingar séu jafnframt menn öfga eða kann amma ekki að fara með ísinn?

Að svona vangaveltum loknum má jafnframt velta því fyrir sér sem gárungur sagði: „Hvort er betra að skafa hafís eða hafa skafís?“

en ek heiti Sverrir 17:42




Uppþvottur framundan

Er það ekki merki þess að setja þurfi í uppþvottavélina þegar Ormurinn sötrar kókómalt sitt úr sjússaglösum heimilisins?

en ek heiti Sverrir 16:55




Boltinn

Boltinn rúllaði í Árbænum en þegar upp var staðið skildu liðin jöfn. Mikið vonar aðstandandi síðunnar að KR vinni ekki titilinn.

en ek heiti Sverrir 16:52




Útvarpsblogg

Ormurinn varð foxillur er hann opnaði fyrir viðtækið á
Múzik hér á Minjasafninu. Þar glumdi eitthvert vinsældapopp sem samkvæmt heimasíðunni var flutt af Jennifer Lopez. Kom í ljós að ekki er hægt að gefa hauskúpur í einkunnakerfi stöðvarinnar, en í hefndarskyni fengu öll lög hennar eina stjörnu frá Orminum (sem er ofrausn). Stjórnendurnir átta sig greinilega ekki nógu vel á því að það eru aðeins u.þ.b. 6 stöðvar sem spila svona lagað.

Af hverju má Múzik ekki vera Gimli hinna útvarpshlustendanna?

en ek heiti Sverrir 16:46




Bítlarnir

Bloggari er að ná í myndbandið við I Am The Walrus með Bítlunum í þessu skrifuðu bloggi. Það virðist ætla ganga að ná í það allt í þetta sinn.

en ek heiti Sverrir 11:35




Sunnudagsmatur

Ormurinn hefur sko ekki yfir neinu að kvarta. Eftir rúman hálftíma fara bræðurnir frá Lynghaga í sunnudagsmat til ömmu sinnar og afa. Ekki er nóg með það, heldur er afi búinn að hringja og segjast ætla sækja þá. Til þess að kóróna allt saman, þá á annar hvor að hlaupa út í bíl á eftir og sækja þangað súkkulaðiköku og rjómapela frá ömmu.

Telst þetta vera dekur?

en ek heiti Sverrir 11:33




Bloggari, -a, -a K

Þótt undirrituðum þætti afar fróðlegt að lesa það sem Mörðurinn hafði að segja um gerð íslenskrar orðabókar í
Mogganum um síðustu helgi, þá slær þetta blogg því öllu við.

Bloggendur eru greinilega að yfirtaka heiminn (svo notað sé ljótt fjárfestaslangur).

en ek heiti Sverrir 06:10




laugardagur, september 14, 2002
Af teiknihæfileikum Ormsins

Undirritaður hefur það fyrir satt að teiknihæfileikar hans séu ekki miklir. Sökuðu vinir hans m.a. um að hafa teiknað eggjabikar í stað trés í
Pictionary (já, þetta er svolítið skrýtið Pictionary - skoðið bara sýnishornið).

Smáágjöf fær þó ekki stöðvað Orminn. Að teikna á töflu er kjörin leið til þess að fanga athygli nemendanna (jafnvel betra að teikna illa ef kennari þolir hæðnishláturinn). Í uppáhaldi hjá Orminum er að teikna Íslandskort fríhendis, bæði til þess að merkja inn á staðina í stærðfræði- eða málfræðibókinni (en bloggandi kennur því miður ekki íslenska landafræði). Einnig hefur hann reynt fyrir sér með teiknifærnina í stjörnufræðinni en eitthvað hefur það gengið verr.

en ek heiti Sverrir 15:43




Morgunmatur

Rétt í þessu var bloggari að ljúka við morgunmatinn, sjö tímum eftir að hann vaknaði. Ástæðan var mjólkurleysi á heimilinu og leti.

en ek heiti Sverrir 12:07




föstudagur, september 13, 2002fimmtudagur, september 12, 2002
Bakgrunnskliðurinn

Af nafninu að dæma gæti hér verið á ferðinni blogg um kliðinn í nemendum Ormsins. Svo er ekki.

Seinnipartinn í dag var Ormurinn gripinn í kaffi hjá listakonunni Siggu Dóru á Lynghaga 28. Sigríður er elskuleg kona og skemmtileg, en undirritaður varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með henni síðasta sumar hjá
Lalla frænda. Var það ágætt. Þó þykir báðum gott að hafa sloppið við að verja Kárahnjúkabröltið í sumar.

Þegar Sigga útskrifaðist frá skúlptúradeild Listaháskólans í vor kom í ljós sameiginlegur flötur í útskriftarverki hennar. Í verkinu, sem hét „White Noise“, var m.a. sjónvarp sem sýndi sjónvarpssnjó, sem var vísun í bakgrunnskliðinn („background noise“) og Miklahvell. Hún lofaði að bjóða undirrituðum í kaffi og spjall um heimsfræði við tækifæri, sem gafst svo í dag. Þar útskýrði bloggari, reyndar með tilheyrandi rangfærslum, hvernig ljós slapp úr heitri efnissúpunni þegar alheimurinn var ca. einnar milljónar ára gamall. Þetta ljós sjáum við svo sem örbylgjur með hitastigið 2,7 K, 12-16 milljörðum ára (og ljósára) síðar.

Ekki er þetta eina dæmið um listaverk að skapi blogganda með tengingu við eðlisfræði. Þar mætti tína til fyrirhugaða Tíðni Finnboga Péturssonar við Vatnsfellsstöð og Íslandsvita Parmiggianis á Sandskeiði.

en ek heiti Sverrir 19:18




Kenning dvergsins

Bróðir Fjalars og Dvalins er með góða og gegnsæa kenningu um ölkæra menn. Kalt mat Ormsins er að hún muni trauðla skilning dvelja. Reyndar áréttar Sindri einnig stórskemmtilegan kveðskap Baggalútsins, rétt eins og andskoti Dvergsins, Ungverjalandsfarinn.

en ek heiti Sverrir 17:39




Hrós dagsins

Hrós dagsins fékk Ormurinn í morgun. Samkennari við Rimaskóla sagði honum þá að tiltekinn nemandi frá því í vor hefði m.a. verið að velta fyrir sér að fara í eðlis- og stjörnufræði. Einnig er ánægjulegt til þess að hugsa að sá hinn sami á örugglega fullt erindi í eðlisfræðina (og því til viðbótar er hún auðvitað fín menntun).

Undirrituðum hlýnaði því heldur betur um rætur kennarahjartans, þótt hann eigi trúlega aðeins lítinn hluta í þessum vangaveltum nemandans (ef nokkurn). Hann kenndi jú aðeins tvo mánuði af níu (sem samsvarar 1 stk. feðraorlofi) á móti stórgóðum kennara.

en ek heiti Sverrir 13:47




Eyjolfur Mzungu

Bloggandi ræddi áðan við minni bróður sinn með MSN-spjallkerfinu, en sá er fulltrúi bræðranna hjá hjá hjónunum í Mósambík. Gengdi Jolli nafninu „Eyjolfur Mzungu“, en Mzungu merkir „hvítur maður“ á swahili. Reyndar útleggst orðasambandið „mzungu chisi“ sem „brjálaður hvítur maður“, en það er önnur saga.

Þar með kunna blogglesendur smáhrafl í því
tungumáli.

en ek heiti Sverrir 00:54




miðvikudagur, september 11, 2002
Ormurinn leiðréttisk

Nú er búið að laga þjóðerni rapparanna í blogginu hér að neðan. Ormurinn sló þessu saman við bloggun en ekki á töflu, þar sem kennari ræddi um Írana hans Hjörleifs og Vestmannaeyjar.

en ek heiti Sverrir 19:48




Gísli Súrs og rappsena Vesturheims

Nú er það ljóst að kennarinn er alveg að fara yfir um í poppinu í Gíslasögutímunum. Þegar hann útskýrði hugtökin Vestmaður (Íri) og Austmaður (Norðmaður) út frá landaskipan kringum Norðursjó, stóð hann sig að því að líkja þessu ósjálfrátt við „Westside“ og „Eastside“ þar vestra.

Hvar endar þetta? (retórísk spurning)

en ek heiti Sverrir 12:49




Snortni kennarinn

Það er mikið yndi að mega kenna Gíslasögu. Undirritaður fær hroll í stórkostlegustu senunum þegar forpsám er varpað fram um víg, svik og illdeilur. (Svo þarf hann að vekja tvo áhugalitla eins og í morgun).

Er hægt að biðja um meira?

en ek heiti Sverrir 12:48




Tengivirkið blífur

Í gærkveldi fékk Ormurinn þau skilaboð að hann hefði unnið miða á tónleikana með
Quarashi og Rottweilerhundunum á fimmtudagskvöld í gegnum leik á heimasíðu Múzikur.is. Því er ekki að neita, að gaman var fyrir blogganda að monta sig af þessu við nemendurna í unglingadeildinni í morgun.

Nú kemur sér vel að vera með Xeneizes á heilanum.

en ek heiti Sverrir 12:47




þriðjudagur, september 10, 2002mánudagur, september 09, 2002sunnudagur, september 08, 2002
Stjörnufræðiblogg I - Af sólmyrkvum

Sem sérlegur ráðgjafi fjölskyldunnar í stjarnvísindum var Ormurinn settur í að athuga gang sólmyrkvans í suðurhluta Afríku þann 4. desember næstkomandi. Donna Anna hefur nefnilega komist að því að hann muni fara yfir S-Mósambik og vill fara að sjá
hann með Señor Gimsa og Eyjólfi.

Það sem kom hins vegar fram í leitarvélinni Google við leit að upplýsingum um almyrkvann var m.a. heimasíða hóps sem ferðast um heiminn til þess að skoða sólmyrkva.

Á síðunni var einnig mynd af kunnulegu landslagi og sagði bloggari stundarhátt: „Þessi mynd er örugglega frá Íslandi.“ Og viti menn: Næsta ferð, 22.-31. maí 2003, verður til Íslands, Færeyja og Grænlands. Hápunktur fararinnar er þegar hópurinn sækir Vestfirði heim 31. maí til að líta sólmyrkvann augum. Kannski er best Ormurinn panti snarlega ferð með Flugfélaginu.

Myrkvinn 2003 er reyndar aðeins hringmyrkvi en þeir sem sætta sig aðeins við almyrkva verða að bíða lengi á Fróni. Almyrkvi mun næst sjást út af Austfjörðum 20. mars 2015 og þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi svo á Snæfellsnesi og Vestfjörðum.

en ek heiti Sverrir 19:02




Rólegri helgi að ljúka

Ormurinn nýtur helgarinnar til fullnustu, þar sem þetta er fyrsta helgin síðan í maí, sem hann fer ekki af heimili sínu til vinnu. Reyndar bíða stærðfræðipróf yfirferðar og stjörnufræðibók glósunar en þetta telst samt áfangasigur.

en ek heiti Sverrir 16:48




laugardagur, september 07, 2002
Ættfræði blogga

Sem sannur áhugamaður um ættfræði hefur Ormurinn fundið sína
réttu grein á bloggættartrénu. Er blogg Ormsins vonandi réttfeðrað þeim Stebba og Munda. Samkvæmt ættfræðunum er Ísleifur svo bróðir naðursins.

Merki Bloggtrésins og slóð má síðan ætíð finna neðst á síðunni.

en ek heiti Sverrir 23:30




Hvernig nálgast skal eyðibýli

Bræðurnir frá Lynghaga fóru fyrir tveimur misserum eða svo á ljósmyndasýningu
Nökkva Más Elíassonar og Brian Sweeney í Grófarhúsi. Þar voru makalausar myndir af eyðibýlum, s.s. Grænumýrartungu í Hrútafirði (húsið með draugatrénu þegar komið er ofan af Holtavörðuheiði) og eyðibýli undir Vestrahorni.

Þetta væri ekki í frásögur færandi nema af því að bloggari hefur fundið leiðbeiningar Jóns Kalmans Stefánssonar, af sýningunni um hvernig maður heimsækir eyðibýli á haustmorgni. Orminum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds (ef svo má taka til orða).

en ek heiti Sverrir 22:54




Að svara fyrir sig

Í starfi sínu í Rimaskóla fær Ormurinn æði oft spurninguna: „Af hverju erum við að læra þetta?“ (Þetta stendur þá fyrir líkindafræði, mínustölur, námundun, Íslendingasögur, fallbeygingu, o.fl.) Eru svör kennarans oft á þá leið að þetta gagnist við hitt og þetta (reikna út flatarmál parkets á gólf, ganga frá skattskýrslu, áætla hve hægt er að kaupa fyrir mikið i sjoppunni). Hann samþykkti þó það sem nemandi sagði, að hægt væri að lifa ágætu lífi án teljanlegrar stærðfræðikunnáttu.

Skemmtilegast við þessar umræður eru samt tilsvör nemendanna: „Mamma gerir alltaf skattskýrsluna“ og „Pabbi myndi leggja parketið og hann myndi líka reikna það sem þyrfti“. Í mestu uppáhaldi er þó frasinn: „Þegar ég verð orðinn frægur rappari, þá borga ég einhverjum öðrum fyrir að gera skattskýrsluna“. Við þessu á kennarinn ekkert svar.

Trúlega er Ormurinn þó með tromp á hendi. Í samtali við Hjalta Snæ Ægisson, sem kenndi hafnfirskum skólabörnum síðastliðinn vetur, kom í ljós að hann svaraði spurningum um tilgang námsins á allt annan hátt en bloggandi: „Já, ég veit. Þetta er alveg tilgangslaust!“ „Já, þið eigið sko ekkert eftir að geta notað þetta í lífinu!“ Nú erum við farnir að tala saman!

Ætli nokkur kennari geti umturnast svona á einni helgi?

en ek heiti Sverrir 20:23




föstudagur, september 06, 2002
Fastir liðir eins og venjulega

Það fór þó ekki svo að nemendur Ormsins í stjörnufræði nytu ekki gestrisnar Lystar ehf. á
McDonalds í Austurstrætinu. Enda eins gott að drífa sig og berja innanhússhönnun Völu Matt augum áður en staðnum verður lokað.

en ek heiti Sverrir 18:35




Ungverjalandsblogg að staðaldri?

Eggert Eyjólfsson hefur lagað lyklaborðið og bloggar nú af miklum móð frá landi Madjara.

en ek heiti Sverrir 18:26




Lögfræðingur ver sig

Það var nokkuð skondið að sjá
Jón Steinar Gunnlaugsson verja prófessorsstöðu sína við Háskólann í Reykjavík (og lagadeildina almennt) í Morgunblaðinu dagsins. Röksemdafærslan sver sig nokkuð í ætt við röksemdafærslu ónefnds forsætisráðherra, sem fékk stöðu bankastjóra í Seðlabankanum, en hann sagði eitthvað á þá leið að starf sitt að efnahagsmálum jafngilti háskólagráðu í viðskipta- eða hagfræðum.

en ek heiti Sverrir 18:20




fimmtudagur, september 05, 2002
Útvarp Reykjavík

Sverrir Teitsson les fréttirnar í kvöld. Það er gott mál.

Eitt enn: Tölvan er komin úr viðgerð og Ormurinn bloggar í eldhúsinu. Allt, sem átti að laga, virðist vera komið í lag.

en ek heiti Sverrir 18:06




Jákvæðni dagsins

Gott að
einhver sé jákvæður í þessari voluðu veröld.

en ek heiti Sverrir 17:56




Bloggarar við Útitaflið

Þegar nýi tölvu- og líffræðikennarinn, Inga Hrund Gunnarsdóttir, missti út úr sér spurninguna, „Ertu að blogga?“, varð ekki aftur snúið. Bloggið hennar er
fundið. Reynar er telst hún til óvirkra bloggara þessa dagana en vonandi stendur það til bóta. Það eru því a.m.k. fjórir bloggarar í Menntaskólanum, Ármann, Jonni, Inga Hrund og Ormurinn. Vita lesendur um nokkra fleiri starfandi MR-inga?

en ek heiti Sverrir 13:10




Fimmaur dagsins

Á safninu í gær prentaði undirritaður út mynd, sem sýndi vatnspípurnar nýkomnar til landsins 1909. Um þetta leyti veltu menn fyrir sér íðorðum í veitufræðum og komust að því að pípa, kalt vatn, þétting og borhola væru allt saman orð sem féllu vel að íslensku beygingakerfi. En varðandi heita vatnið, þá var það alltaf spurning hvað það ætti að heita vatnið.

en ek heiti Sverrir 12:36




Víkingar í vígahug

Bloggandi frétti áðan að það væru tveir fyrrum Íslandsmeistarar í handknattleik í hópi samstarfsmanna. Annar þeirra, Árni Indriðason, er trúlega sá frægari, enda hefur hann þjálfað
Víkingana. Hinn, Skarphéðinn Óskarsson, varð einnig Íslandsmeistari með þeim um 1980. Ekki er Ormurinn frá því að það sé jákvæð fylgni milli handknattleiksiðkunar og töffaraskapar.

en ek heiti Sverrir 12:30




Hinn Ormurinn

Ormurinn rakst á
nafna sinn á vafrinu.

en ek heiti Sverrir 12:22




Tölvuskorti lýkur senn

Yngri bróðir Ormsins fékk þau skilaboð í dag að búið væri að gera við eldhústölvuna og hafa bræðurnir því ástæðu til að kætast. Netskorturinn hrjáði heimilið svo heiftarlega í gær að tekið var myndband, Lynghagabúum til afþreyingar. Fyrir valinu varð myndin „Torrente, hinn heimski armur laganna“. Kostuleg mynd þar sem hetjan er alger andhetja. Ólíkt flestum um andhetjur, er erfitt að hafa samúð með spilltu löggunni Torrente. Sama hvernig á málið er litið er maðurinn bæði lúi og fífl.


en ek heiti Sverrir 12:21




miðvikudagur, september 04, 2002þriðjudagur, september 03, 2002mánudagur, september 02, 2002
Göngubrúin rísi

Um ellefuleytið verður göngubrúin reist yfir Miklubraut við Kringluna. Hver göngubrú er merkur áfangi, enda aðeins 6 á Höfuðborgarsvæðinu fyrir almenna umferð (Hafnarstrætið t.d. ekki talið með).

Þegar bloggandi hóf að fylgjast með framkvæmdum í maí voru göngubrautirnar langt komnar og í júnímánuði voru steyptar upp undirstöðurnar. Fannst undirrituðum og yfirmanni hans verkið helst til treinað. Í anda hægagangsins kom fyrst í júlí upp skilti um að „Vegagerðin og Reykjavíkurborg byggðu göngubrú“ en þá átti aðallega eftir að ganga frá umhverfinu (Vegagerðin greiðir stóran hluta af 60 milljónunum sem brúin kostar, enda er hún yfir þjóðveg 49, Nesbraut).

En nú er komið að verklokum og því fagnar Ormurinn.

en ek heiti Sverrir 22:59




Hamskiptin

Hamskiptin fóru fram strax eftir síðasta blogg (sem fylgdi í kjölfar fjögurra erfiðra stærðfræðitíma). Þá sigldi fiðrildið inn í tvo ljúfa íslenskutíma, þar sem fyrri tíminn fór í hengingarleik á töflunni. Notuðu nemendur orð eins og „Íslendingasaga“, „súrsætar agúrkur“, og „tölvustýrikerfi“ en kennarinn fékk að lauma inn orðinu „Sovétríkin“, sem þótti snúið. (Reyndar ekki alíslenskt sem þýðir mínus í kladdann hjá Sverri). Hlífði magisterinn þó discipúlís við orðum eins og „þöll“, „yxna“ og „þý“.


Dvergurinn stendur sig

Frændi Frosta og Fjalars hefur haslað sér völl á bloggvellinum. Ekki er hann reynslulaus sá, heldur hefur reglulega flutt erindi ásamt þulnum Hjalta á Útvarpsstöðinni Felgulykli.


Málglaði strætóbílstjórinn

Bloggara var ekið af kjaftagleiðum strætóbílstjóra með leið 115 úr Grafarvoginum í dag. Ekki var nóg með að hann hæddist að manni sem hlypi á eftir strætó, heldur reifst hún (vagnstjórinn) við konu um hvort skiptimiði hennar væri útrunninn. Drógu báðar fram leiðabókina til stuðnings í rifrildinu en fulltrúi Byggðasamlagsins hafði sigur. Það verður gaman að fylgjast með þessum vagnstjóra í vetur.


Spurulir nemendurnir

Nemendur voru spurulir í dag. Fýsti þá m.a. að vita hvort undirritaður ætti konu, reykti eða drykki. Varð kennari að loka mælendaskrá af þessum sökum (og spyrja hvort vænt spurning tengdist námsefninu).


Naglinn á höfðuðið?

Kíkið á yfirskrift bloggsins hjá þessum (fyrir ofan linkadálkinn). Ormurinn meltir þetta.


Þórðargleði í boltanum

Alltaf gaman þegar KR gengur ekki sem skyldi.

en ek heiti Sverrir 22:11




Viðskotailli Ormurinn

Ormurinn er þreyttur og viðskotaillur sökum sléns eftir helgina. Nemendur eiga því ekki von á sömu þolinmæði og vanalega. Vonandi eru hamskipti á næsta leyti.

en ek heiti Sverrir 11:20




sunnudagur, september 01, 2002
Mynd um Heimaey

Undirritaður vissi ekki að
þessi mynd væri til. Í ferð til Barcelona 1999 fór hann í IMAXbíó til að sjá Omar Shariff talsettan á spænsku lýsa töfrum Egyptalands. Í næstu utanlandsferð verður farið í bíó hjá þeim, enda er þau að finna víða, s.s. í Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn (reyndar ekki í Mósambík).

en ek heiti Sverrir 22:25




Tveggja teita tal

Ormurinn fór í tvær teitir í gærkvöld í
Álftamýrinni (hvernig dettur viðkomandi í hug að búa við þessa götu) og Vallarbarðinu, ásamt bróður sínum. Var mjög huggulegt á báðum stöðum, menn all-teitir og skröfuðu margt. Hápunktur kvöldsins var þó trúlega þegar Atli Freyr Steinþórsson, spurningaliðsmaður úr MR, lýsti ferðum sínum um Suður-Þýskaland í sumar með tilheyrandi frösum á háþýsku eins og honum er einum lagið.

Einnig var gaman að frétta að vinkona Svansins, Þórdís Helgadóttir, er í Bologna, rétt eins og María Ásmundsdóttir. Væntanlega spillir það ekki að báðar eru fornmálagúrú, útskrifaðar frá fornmáladeild MR 1999 og 2001.

Sleggudómar

Bloggari varð fyrir barðinu á klassískum sleggjudómum í gærkvöldi. Málið er nefnilega að hann er á móti virkjunum punktur, enda styður hann sama flokk og bróðir sinn (já, þannig komust menn að þessari niðurstöðu!).

Færri vita hins vegar að undirritaður hefur haft áhuga á virkjunum síðan yngri bróðirinn var í burðarrúmi (sumarið ´84). Sumarstarfið á Minjasafninu Orkuveitunnar hefur heldur ekki náð að stemma stigu við þessu áhugamáli (enda starfsmenn þar almennt með brenglað fegurðarskyn gagnvart orkumannvirkjum).

en ek heiti Sverrir 20:02




Sverrir/Male/21-25. Lives in Iceland/Reykjavík/Vesturbær, speaks Icelandic. Spends 40% of daytime online. Uses a Fast (128k-512k) connection. And likes Music
This is my blogchalk:
Iceland, Reykjavík, Vesturbær, Icelandic, Sverrir, Male, 21-25, Music.